
EGR eru leiðandi í hönnun, þróun og framleiðslu á palllokum. Palllokin eru framleidd úr léttu en sérstaklega sterku ABS/Polycarbonate efni. Lokin eru einnig hönnuð sérstaklega fyrir hverja bílategund.
EGR palllokin eru læsanleg og með tveimur pumpum til að auðvelda opnun og til að halda þeim opnum. Lamirnar eru með hraðtengi svo það er hægt að taka lokið af á nokkrum sekúndum. Einning er hægt að tengja læsinguna við samlæsingu bílsins í sumum gerðum.
Við eigum til svört eða silfurlituð palllok á lager en listinn hér er ekki tæmandi. Ef þú finnur ekki réttu týpuna vinsamlega hafðu þá samband við sölumenn okkar eða sendu okkur línu hér á spjallinu fyrir nánari upplýsingar.