Vöruskrá
Buttons Buttons
Bíltegund
Mark
Karfan mín Karfan mín
0
Valmynd
Finna vörur
Raða eftir tegund
+
Loka

Yfirlýsing um persónuvernd

YFIRLÝSING UM PERSÓNUVERND

Við hjá Arctic Trucks erum meðvituð um rétt viðskiptavina okkar til verndunar persónuupplýsinga. Við berum virðingu fyrir persónuupplýsingunum sem þú treystir okkur fyrir og einsetjum okkur að vinna úr þeim með sanngjörnum, gagnsæjum og öruggum hætti.

Þessi persónuverndaryfirlýsing útskýrir hvernig við söfnum og notum upplýsingar um notendur okkar og hvernig við verndum friðhelgi þeirra.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um persónuverndarstefnu okkar eða afgreiðslu persónulegra upplýsinga skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.

 

MEGINREGLUR

  • Lögmæti: Við söfnum persónuupplýsingum þínum aðeins með sanngjörnum, lögmætum og gagnsæjum hætti.
  • Takmörkun gagna: Við takmörkum söfnun persónuupplýsinga þinna við þau gögn sem máli skipta og tengjast með beinum hætti þeim tilgangi sem liggur að baki því að þeim er safnað.
  • Takmörkun vegna tilgangs: Við söfnum aðeins persónuupplýsingum þínum í þeim tilgangi sem er tilgreindur, afmarkaður og lögmætur og vinnum ekki frekar úr persónuupplýsingum þínum á neinn hátt sem ekki samræmist þeim tilgangi.
  • Nákvæmni: Við höldum persónuupplýsingum þínum nákvæmum og uppfærðum.
  • Öryggi persónuupplýsinga: Við gerum tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja viðeigandi gagnaöryggisstig, m.a. út frá eðli þeirra persónuupplýsinga þinna sem þarf að vernda. Þessum ráðstöfunum er ætlað að koma í veg fyrir óheimila birtingu eða aðgang, óviljandi eða ólöglega eyðingu eða óviljandi tap eða breytingu og aðra ólöglega Vinnslu.
  • Aðgangur og lagfæringar: Við vinnum úr persónuupplýsingunum þínum í samræmi við lagaleg réttindi þín.
  • Takmörkun varðveislu: Við geymum persónuupplýsingar þínar á þann hátt sem samræmist gildandi persónuverndarlögum og -reglugerðum og ekki í lengri tíma en nauðsynlegt er til að þjóna þeim tilgangi sem liggur að baki því að þeim er safnað.
  • Vernd gagnvart þriðja aðila: Við tryggjum að aðgangur þriðja aðila að persónuupplýsingum sé í samræmi við gildandi lög og í samræmi við viðeigandi samningsbundnar verndarráðstafanir.
  • Lögmæti beinnar markaðssetningar og kökur: Þegar við sendum þér kynningarefni eða komum kökum fyrir í tölvunni þinni munum við tryggja að það sé gert í samræmi við gildandi lög.

 

MEÐHÖNDLUN UPPLÝSINGA

Þeir sem heimsækja arctictrucks.is geta þurft að gefa upp persónulegar upplýsingar í tengslum við fyrirspurnir í gegnum vefsíðuna. Upplýsingar sem þar eru gefnar upp eru eingöngu notaðar til að bregðast við fyrirspurninni, nema að annað sé tekið fram. Sem notandi vefsvæðisins samþykkur þú notkun á kökum sem notaðar eru til að hjálpa okkur að gefa þér betri reynslu af því að leita á vefsvæði okkar.

 

HVAÐA UPPLÝSINGUM ER SAFNAÐ?

Upplýsingar sem að þú gefur okkur upp þegar þú sendir okkur tölvupóst eru aðeins notaðar til að vinna úr fyrirspurn þinni.

Vefsíðan safnar upplýsingum í gegnum eyðublöð. Þær upplýsingar Það er valfrjálst að veita þessar upplýsingar. Ef þú velur að veita ekki persónulegar upplýsingar gæti þurft að takmarka aðgang þinn að vörunni eða þjónustunni.

 

HVERNIG ERU UPPLÝSINGAR GEYMDAR OG ÞEIM EYTT?

Persónuupplýsingar sem veittar eru í gegnum arctictrucks.is eru geymdar í CMS Kerfi. Upplýsingunum er eytt þegar sambandi við viðskiptavininn lýkur.

 

 

RÉTTUR NOTENDA

Notendur vefsvæða okkar eiga rétt á að óska eftir upplýsingum um persónuleg gögn geymd eru við vinnslu, og upplýsingum um hvernig þau eru afgreidd. Einnig má óska eftir leiðréttingum, eyðingu og óskum um takmörkunum á vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd. Þar sem vinnsla persónugagna er á grundvelli samþykkis þíns, getur þú hvenær sem er afturkallað samþykki þitt. Ef þú telur að Arctic Trucks hafi ekki meðhöndlað gögn þín samkvæmt lögum þar um, hefur þú rétt á að leita til viðkomandi eftirlitsstjórnvalds.

 

 

Arctic Trucks Ísland ehf.

Kletthálsi 3, 110 Reykjavík

sími 540 4900

info@arctictrucks.is.