Vöruskrá
Buttons Buttons
Bíltegund
Mark
Karfan mín Karfan mín
0
Valmynd
Finna vörur
Raða eftir tegund
+
Loka
Cover
Icon
Side Image

UMHVERFIS- OG GÆÐAMÁL

ARCTIC TRUCKS Umhverfis- og gæðamál

Arctic Trucks leggur mikla áherslu á að bjóða aðeins upp á gæðavörur sem um leið uppfylla kröfur okkar um öryggi. Sömuleiðis veljum við ávallt þær vörur sem best mæta kröfum okkar um umhverfisvernd. 

Til þess að ná markmiðum um umhverfis- og gæðamál ætlar Arctic Trucks að:
  • Fylgja lögbundnum kröfum og relgum.
  • Stunda stöðugt eftirlit með gæðum þjónustu okkar og þeirrar vöru sem við seljum.
  • Leita leiða til að viðhalda gæðum og byggja þannig upp traust viðskiptavina á vörum okkar og þjónustu.
  • Búa yfir hæfu og vel þjálfuðu starfsfólki.
  • Setja há siðferðileg mörk fyrir reksturinn og undirverktaka.
  • Leita stöðugt leiða til að auka gæði á öllum sviðum rekstursins.
Side Image

JEPPABREYTINGAR Í MEIRA EN 25 ÁR

Arctic Trucks hefur í meira en 25 ár sérhæft sig í endurbyggingu fjórhjóladrifinna bíla til að auka notkunarmöguleika þeirra.

Arctic Trucks hefur breytt þúsundum bíla fyrir fyrirtæki og einkaaðila í takt við þarfir þeirra og óskir.

Bílar okkar eru tilbúnir til að mæta hvers kyns hindrunum, hvort sem er vegna vinnu eða ferðalaga.  Þeir hafa tekið þátt í leiðöngrum á heimsskautasvæðum,þar sem þeir eru prófaðir við erfiðustu hugsanlegu aðstæður. Sú reynsla nýtist við þróun allra okkar lausna, hvort sem aðeins er um litla breytingu að ræða eða algera endurbyggingu á bílnum. 

Arctic Trucks Ísland ehf. er einkahlutafélag sem skráð er í hlutafélagaskrá RSK. Félagið hefur leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur til að starfrækja bifreiða- og vélaverkstæði og hjólbarðaverkstæði.